Galdur er ekta. Hann hefur áhrif á raunveruleikann. Hann er ekkert grín og ætti ekki að vera tekið af léttúð. Maður á aldrei að leika sér að galdri fyrr en maður veit virkilega hvað maður er að gera. Galdur er verkfæri, tvíeggja sverð. Hann truflar orkuflæðið í alheiminum svo því er best að geyma hann fyrir eitthvað mikilvægt.
Eins og í öllu öðru getur þú fengið eins mikið út úr galdri og þú leggur í hann. Það tekur mikinn tíma og námsiðkun til að verða leikinn í honum. Vertu raunsær í markmiðum þínum. Galdur er ekki rétta svarið við öllum kringumstæðum svo það er mikilvægt að geta áttað sig á því hvenær betra er að leita til laganna varða, lækna eða annara sérfræðinga. Vertu sanngjarn. Ef t.d. einhverjum blæðir skaltu fyrst búa um sárið og kalla á hjálp áður en þú einu sinni hugsar um að stöðva blæðinguna (stemma blóð) með galdri. Annað væri einfaldlega kjánalegt.
Galdur er eðlilegur, ekki yfirnáttúrulegur. Eðlisfræðingar hafa uppgötvað að atóm (efnið sem við erum búin til úr) geta breytt um hreyfingar svo að þú getur umbreytt hlut með vissum aðferðum. Þannig, á vissan hátt, virkar galdur. Að framkalla árangursríka töfraþulu er ekki það sem hann snýst um. Þitt aðalmarkmið ætti að vera að rannsaka lífið sjálft sem yfirnáttúrulegan hlut.
Galdur er mjög máttugur, en maður ætti aldrei að reyna að ná valdi yfir öðrum með honum. Ef það er það sem þú ert að leita að hefur þú algjörlega misskilið tilganginn. Galdur er ekki til að knýja fram ást eða hlýðni og hann er ekki til að eyða óvinum þínum. Þess vegna ætti fólk frekar að læra galdur upp á eigin spýtur en að leita til annarra norna eftir aðstoð. Galdur er ætlaður til að auka mátt þinn. Hann er til ummyndunar, heilunar og betrumbætunar. Þú notar hann til að bæta sjálfan þig og setja þér markmið. Vald yfir yfir sjálfum þér og þínu lífi er raunverulegur máttur, raunverulegt vald. Notaðu galdur til að breyta lífi þínu. Berstu gegn hinu slæma í því og sjálfum þér: ótta, ávana, sjúkdómum og neikvæðum fyrirmyndum.
Galdur er hömlulaus í því formi sem hann er. Sumar gerðir galdurs innihalda: hnútagaldur, eldhúsgaldur, garðyrkjugaldur, veðurgaldur, handagaldur, kertagaldur, söngvagaldur, gyðjugaldur, mánagaldur, sólargaldur, kristalla- og steinagaldur, drekagaldur, sjávargaldur, eldgaldur, andasæringar o.s.frv., eins margar gerðir og norn getur ímyndað sér.
Þekking er máttur, svo að töframáttur fellur undir námsiðkun, reynslu, æfingu og vinnu á þínu innra sjálfi. Þú skalt aldrei reyna að sanna mátt þinn fyrir einhverjum öðrum. Ekki láta draga þig í einhverjar hlægilegar keppnir um „meiri mátt“ við aðrar nornir. Sá eini sem þú þarft að sanna eitthvað fyrir ert þú sjálfur.
Þú getur lært galdur upp á eigin spýtur, frá bókum og vefsíðum. Það er ekki nauðsynlegt að hafa kennara, en þú getur leitað að slíkum ef þig langar. Þú getur æft þig einn eða þú getur leitað að fólki til að æfa þig með. Valið um að vinna einn eða í nornahring er þitt. Fylgdu hjartanu og ekki leyfa neinum að hafa áhrif á þig í þeim efnum. Ef þú telur þig þurfa hjálp skaltu hafa það í huga að sagt er að þegar þú ert tilbúinn muni kennari eða nornahringur koma.
Kveðja,
Divaa