hugarástand?
núna er ég að upplifa þetta í fjórða skipti. Ég er í svona furðulegu hugarástandi, eins konar móki. Ég vil ekki hreifa mig. það er allaveganna mjög erfitt, og núna þegar ég er að skrifa þetta þá á ég mjög erfitt með að hreyfa fingurnar, ég hreifi mig mjög hægt og tala rólega og er ekki mikið að athafa mig. ég sit bara kjurr og hugsa. Allt er svo furðulegt, ég bara sit og hugsa, ég hugsa um lífið, hvernig hlutirnir eru, af hverju ég fór ekki öðruvísi að hlutunum og svoleiðis dóterí. Og svo núna get ég varla notað einn fingurinn minn. Mjög furðuleg sælutilfining. Þetta er alveg rosalegt. Hefur ykkur einhverntíma liðið svona? Mér líður bara vel og á einhvern furðulegann hátt, þá bara veit ég að allt á eftir að fara vel. Ég þurfi engu að kvíða. (ég er sko flutt upp í þorp, og er langt frá vinum mínum og er þessvegna svolítið mikið ein, ekki að það sé gott og ég sé líka með nýum vinum, þá sakna ég vinkonu minnar KristuB mjööög mikið. Við höfum gengið í gegnum margt saman, og alltaf staðið saman, og mér þykir mjöög vænt um hana, og ég vona að hún eigi eftir að lesa þetta. Því að ég vil að hún viti hvað hún er búin að hjálpa mér rosalega mikið!)….(guð hvað maður verður væminn í svona móki.) Takk fyrir hugarar. Mér finnst alltaf gott að pikka eitthvað svona hérna á huga, og endilega segjið mér frá því ef að þið hafið lent í einhverju svona.