Trú eða trúleysi
Ég var að kíkja á könnunina yfir trú fólks hér á vefnum og þá helst á þessari síðu. Mér fannst nokkuð athyglisvert að ekki var boðið uppá tvo mjög augljósa möguleika sem eiga vinsældum að fagna hér á Íslandi, þ.e bahái trú og heiðni. Ég er heiðin og trúi á Móðir jörð og tel guðdóminn samt hafin yfir nokkra kynjaskiptingu og veit að í honum býr bæði karlleg og kvenleg orka. Ég tel hann líka hafinn yfir nöfn og jafnvel orð mannanna og finnst ekki rétt þegar einhver maður skipar sig nær guðdómnum en næsti maður og mér finnst ekki heldur rétt þegar einhver telur sig geta talað fyrir hönd guðdómsins. Ég hef lesið biblíuna og er í miðjum klíðum að lesa kóraninn og mundi endilega vilja fá útskýringu á því hvað fær ykkur dulspekingana til að trúa, eða trúa ekki. Ég bara get ekki annað en trúað, það hefur alltaf verið þannig. Ég ólst uppí kristni en snerist frá því eftir að hafa lesið biblíuna og núna á dulspeki hug minn allan og hjarta. Ég reyni að kynna mér hluti henni tengda sem mest. T.d finnst mér búddatrú og bahaái trú allveg mest heillandi af nútíma trúarbrögðum þótt ég haldi mig við ný heiðindóm sjálf og fylgi lögmálinu “do what thou will, and it harm none”