Það eru mjög skiptar skoðanir fólks á meðal um andaglas. Ég hefði gaman af því að sjá fólk tjá sig um reynslu sína af því. Hérna kemur mín : Ég hef farið í andaglas svona 70-100 sinnum og það hefur alltaf verið jákvæð reynsla nema 1 sinni (og í skiptin sem ekkert hefur gerst). Þessvegna trúi ég því sem margir miðlar segja að það fer eftir því hvernig maður er undir andaglas búinn hverju sinni hvernig fer. Ég fór oftast í það með sömu vinkonu minni, við vorum aldrinum 9-11 ára (hef samt farið oft eftir það) og við þekktum marga anda og þeir voru mjög jákvæðir. Við trúðum ekkert á að hafa krossa og blása í glasið og svoleiðis hjátrú. Hinsvegar skeði það einu sinni að “illur” andi kom í glasið og við fengum áfall en jöfnuðum okkur stuttu seinna og nenntum ekkert að gera mál úr því, hið jákvæða var nefninlega afgerandi til samans við hið neikvæða. Ég persónulega efast ekki um það að það tengist málinu hverjum maður treystir til að deila þessari reynslu með sér og hverju maður býst við, ef þú ferð með “non-believer” í andaglas þá eru mestar líkur á að ekkert gerist. Ég hef hinsvegar séð rosalega merkilega hluti gerast og ég trúi því að þetta hafi ekki slæm áhrif en mæli ekki með þessu þarsem ég veit að lægstu andaverurnar koma iðulega í glasið og valda fólki sem er stressað og veit ekki hvað það er að fara útí, oft vanlíðan. Enginn sem hræðist andaglas ætti að reyna það. Svo reyna margir líka að plata og það eyðileggur fyrir öllum. Ég tel svoleiðis skipti ekki með.
Mér finnst oft ótrúlegt að hugsa til þess hversu ungar við vorum og hversu jákvætt þetta alltsaman var miðað við allt sem við höfðum heyrt, næstum allir eldri krakkar sögðu þetta vera slæmt. Endilega segið mér eitthvað um ykkar reynslu.