Ég hef verið að berjast við áhveðna drauma sem mig hefur dreymt í mörg ár, svona annað slagðið. Ég vildi athuga hvort þið vissuð eitthvað hvað ég get gert í þessu.

Þetta er nokkrun veginn þannig að mig dreymir oft að ég sé algjörlega máttvana, ég reyni að hreyfa mig og ganga en limirnir vilja ekki bifast.Ég reyni að teygja mig í eitthvað til að draga mig áfram en dett þá niður.

Þá reyni ég að skríða áfram en ekkert gengur, þetta er svo vond tilfinning að vera svona máttvana að það er engin leið að lýsa því.

Þá reyni ég að kalla á hjálp. Það gengur ágætlega þar til allt í einu bilar eitthvað og ekkert hljóð kemur uppúr mér. Ég ligg þarna alveg hjálparlaus og berst við að hreyfa mig sem gengur mjög illa.

Þá kemur versti parturinn. Ég finn að það er einhver að nálgast sem vill mér eitthvað illt. Ég sé hann ekki en ég finn fyrir illskunni nálgast og þá fer ég að berjast áfram með öllum lífs og sálarkröftum. Ég rétt bifast áfram en það er takmarkað hvað ég kemst langt.

Þegar þessi vera er alveg að nálgast mig og ég finn fyrir hrolli af ísjökulkulda læðast aftan að mér þá allt í einu finn ég sting um allan líkaman, alveg ótrúlegan sársauka…

Svo vakna ég :/


Þetta hlýtur bara að tákna eitthvað en ég get ekki áttað mig á því hvað það er því það er ekkert að gerast í lífi mínu sem getur tengst þessu, allt gengur mjög vel.

Ef einhver getur bent mér á hvað á að gera þá endilega hjálpið mér

kveðja,
Isabel