Náttúru steinar eru einskonar töfrasteinar þeir er oft mjög kraftmiklir og búa yfir ýmsum kröftum. Undir Náttúrusteina teljast til dæmis óskasteinar, lausnasteinar, lífssteinar, sögusteinar, hulinshjálmssteinar, og nokkrir aðrir, surtarbrandur telst reindar sem náttúru steinn en hann er til í alvörunni. Það er hægt að ná í náttúrusteina á nokkra vegu.
þeir fara oftast á kreik á jónsmessunótt og það eru nokkrir staðir sem á að vera hægt að ná í þá frægasti staðurinn er líklega Tindastóll en annar staður er lítil vatn sem á að vera í hlýðum Drápuhlíðarfjalls vatnið er lítið en afar djúpt. Þar eiga steinarnir að synda upp á yfirborðið á jónsmessu nótt og þá á að vera hægt að ná í þá, ekki veit ég hvort þetta vatn er í alvörunni til?
Frægasti náttúru steinninn er trúlega óskasteinn en hver sem á slíkan grip getur óskað sér eins og hann vill ekkert bull með þrjár óskir;). Óskasteinar er í laginu eins og baun og eru oftast tvílitir. En nú vandast málið því í sumum sögum þarf maður að geima óskasteininn milli brjósta á hreinni mey í þrjú ár svo hann virki en það er ekki alltaf sagt.
Lífsteinn er kostagripur ef þú óttast dauðann. Með honum ertu næstum ódauðlegur en þú getur dáið ef þú ert saxaður í smá búta. T.d. er þjóðsaga sem skeði einhverstaðar á norðurlöndunum held ég en það voru sjóræningjar sem rændu strák og settu í hann lífstein. Þeir notuðu hann sem beitu á hákarla veiðum og hann dó ekki fyrr en hann var saxaður í smá búta.
Til að virkja lífstein þarftu að seta hann inní vinstri handarkrikann og sauma fyrir þá verður þú nánast ódauðlegur. Lífsteinar geta líka lífgað við dauða og læknað sjúka.
Sögusteinnar er ansi skemmtilegir steinar.
Það er hægt að nota þá til að vita allt sem þig langar vita ef þú setur þá undir höfuðið í svefni þá dreymir þig allt sem þig langar að vita og að mig minni ef þú setur hann í blóðugann halsklút um eyrað þá heyrir þú allt sem þig langar að vita. Og að lokum ef þú setur hann undir tunguna þá skilur þú hrafnamál.
Þetta var það svona helsta og ég nenni ekki að fjalla um hina steinana en kannski geri ég það seinna.
ef ég hef sagt einhverja vitleisu þá viljið þið benda mér á það. Því ég skrifaði þetta upp eftir minni en samt held ég að allt sé rétt.
Heimildir: þjóðsögur Jóns Árnasonar.