Þessi er frekar furðulegur!

Ég ætla að segja eins skýrt frá og ég get svo þið gerið þesið þetta fyrir svefninn og látið ykkur dreyma ;)

Draumurinn:
Ég og góð vinkona mín vorum að labba útí sveit. Við sáum þarna fjöll, hóla, gras, læk og bara svona fallegt sveitalandslag á góðum sumardegi.
Við bara röltum þarna um í góðum fíling og svona, þegar það fóru að tútna út stórar loftbólur neðan á skónum okkar.
Í fyrstu varð göngulag okkar einhvernvegin fjaðrandi og létt, loftbólurnar blésu út og stækkuðu þar til við fórum að skoppa hærra og hæra upp í loftið í hverju skrefi.
Loks vorum við farnar að svífa um 100 metra upp í hverju stökki.

Á meðan þessu stóð breyttist landslagið í einhverskonar ,,púðaland” (???).
Fjöllin voru búin til úr rauðum púðum, grasið úr grænum púðum, áin úr gulum púðun og svo framvegis.

Ég verð að segja að þetta var hreint ólísanleg sælutilfinning að vera með loftbólur undir skónum og svífa um í ,,púðalandinu”.
Þá sáum við að ,,púðalandið” var aðeins afmarkaður reitur af landinu í kring sem leit annars eðlilega út.
Fyrir utan ,,púðalandið” var svo bærinn okkar.

Loftbólurnar undir skónum sprungu og við hröpuðum niður á bensínstöðvarplan í bænum.
Og ég fann sko sársaukann gegnum svefninn og vaknaði um leið! Ég var öll aum í skrokknum þegar ég vaknaði og langt fram eftir degi……

Hvursu fáránlegt geta draumar orðið!?

Bara langaði að deila þessu með ykkur ;)
Enginn er verri, þó hann sé smá perri