Hvar endar eiginlega alheimurinn? Endar maður kannski á vegg?, og ef maður gerir það, hvað er þá hinum megin við vegginn???

Ég og Sigtryggur, vinur minn (hans hugmynd upprunalega, rökræddum þetta aðeins) vorum að pæla í svona hlutum og urðum frekar ringlaðir við það.

Er alheimurinn endalaus eða er hann eins og kassi, hringur eða eitthvað álíka? Ef að hann er endalaus, hvað myndi gerast ef að maður færi í geimflaug og flygi í beinni línu áfram? Myndi maður bara halda áfram endalaust eða myndi maður einhvernveginn lenda aftur á byrjunarstað? Ef að hann er kassalaga, getur maður þá lent á botninum? Eða eru allar hliðar botninn? Og, eru hliðarnar glærar og getur maður séð í gegnum þær og sér maður þá sinn eiginn heim minnkaðan? Eða sér maður bara aðrar víddir?
Ef að heimurinn er endalaus og ef maður myndi detta þegar maður myndi labba útúr geimflauginni hvað myndi maður þá detta langt niður? Myndi maður enda einhvern tímann eða myndi maður halda áfram í milljónir ára?

Og svo er það dauðinn:

Þegar að maður deyr, fer maður til himnaríkis, helvítis, deyr maður bara, byrjar maður lífið á öðrum stað sem annar hlutur EÐA verður sálin manns eftir??? Er himnaríki til? Er helvíti til?
Ef að maður deyr bara, slokknar þá til frambúðar á manni eins og maður sé sofandi? Eða verður sálin manns eftir og fær aldrei frið og verður alltaf til? Og fær hún aldrei að líta dagsins ljós?


Og síðasta málefni okkar:
Er hægt að segja að tíminn hafi byrjað einhvern tímann? NEI, það hefur alltaf verið eitthvað til(þótt að það hafi bara verið tómarúm) og hvað er EKKERT? Og endar alheimurinn einhverntímann? NEI!! Það verður ALLTAF eitthvað til!!!

Sigtryggur (nick:Sigtryggur) og
- Á huga frá 6. október 2000