Þennan texta er allan að finna á tarot.is en þar er margt fróðlegt um tarot spil og fleira.

ENDURTEKNIR DRAUMAR
Dreymir þig oft sama drauminn? Þegar svo ber undir getur einn af tveimur þáttum verið að verki:

1. Undirmeðvitund þín gæti hafa meðtekið þau skilaboð sem koma fram í draumnum en þú hefur ekki farið eftir þeim ábendingum sem er verið að færa þér.
2. Eða að þú hefur ekki ennþá skilið eða meðtekið skilaboðin.
Þess vegna er draumgjafi þinn að færa þér sama drauminn aftur og aftur.

DRAUMTÁKN
Það sem þig dreymir hefur ákveðna merkingu fyrir þig, en getur táknað allt annað hjá öðrum. Ef þig dreymir t.d. epli geta þau haft jákvæða merkingu fyrir þig en neikvæða fyrir aðra. En epli hafa mjög jákvæða merkingu fyrir flesta. Ef þig dreymir þroskuð epli sem hanga á eplatré geta þau verið skilaboð um að þér sé óhætt að halda áfram á þeirri braut sem þú ert. Þroskuð epli efst í tré getur verið viðvörun um að stefna ekki of hátt. Epli sem eru byrjuð að rotna geta verið fyrirboði um vonlausan árangur.
Þú lærir að þekkja þín eigin draumtákn með tímanum.

Hér eru nokkur grundvallardraumtákn sem geta gefið þér hugmynd um hvernig ber að skilja það sem þig dreymir:




FÆÐI
Vatn: Tært vatn táknar ánægjulegar stundir og velgengni.
Brauð: Að dreyma brauð er góðs viti, sérstaklega ef þú borðar brauðið og það er bragðgott. Getur þýtt velgengni og góða afkomu.
Vín: Að drekka vín er fyrirboði um ánægjulegar stundir og ný kynni.



HIMINTUNGLIN
Sólin: Sólarupprisa lofar góðu: gleði og velgengni. Sólmyrkvi táknar hættu eða stormasama tíma.
Tunglið: Að sjá tunglið á himni á fallegum næturhimni táknar heppni í ástarmálum og velgengni í viðskiptum.
Stjörnur: Blikandi stjörnur á tærum himni: góð heilsa og velgengni. Stjörnuhrap getur táknað depurð eða sorg.



LEIÐIR
Vegur: Að ferðast eftir ókunnum og grýttum vegi táknar ný verkefni. Ef þú ert að leita að vegi eða stíg en finnur ekki, getur það táknað að þér takist ekki ætlunarverk þitt. Tröppur: Ef þú ert að ganga upp tröppur táknar það heppni og hamingju. Sigling: Ef þú ert á siglingu á lygnum sjó eða vatni táknar það leið til ánægju og vernd gegn fátækt og ógæfu.



VEFUR
Vefa: Ef þig dreymir að þú sért að vefa táknar það að þú munir gera allt sem þú getur til þess að byggja upp líf þitt til framtíðar og til að ná góðum árangri.
Að sjá aðra vefa: Sýnir að þú verðir í heilsusamlegu og orkumiklu umhverfi.