Þar sem í Quabalisti Cross eru hebresku orðin tónað þá er allt eins gott að ég segi líka hvernig beri að tóna rétt.
1. Stattu með handleggina útrétta (nema annað sé tekið fram í ritualinu).
2. Andað djúpt inn um nefið og ímyndaðu þér nafni guðsins sem við á (eða orðið sem þú átt að tóna) koma inn með andanum.
3. Andaðu hægt frá þér (en eins hátt, skýrt og kröftugt og þú getur) og tónaðu nafnið um leið frá lungum til hjarta, sólar plexus, nafla, kynfærum og svo niður fyrir fætur. Nema náttla búið sé að ákveða hvernig þú gerir þetta eins og í the Quabalistic Cross.
4. Þegar nafnið/ljósið snertir fæturna, stígðu snöggt fram með vinstri líkamanum í “entering” stöðu (get ekki útskýrt nema með mynd) og á sama tíma ímyndaður þér að nafnið skjótist upp líkamann og í gegnum hann um leið og þú andar frá þér því lofti sem eftir er. Allt verður þetta að gera með eins miklum krafti og þú ert fær um. Í QC þarf ekki að kasta líkamanum svona fram. Það á aðeins við ef þú ert ekki að fara í gegnum ákveðið ritual.
5. Stígðu svo til baka með vinstri fótinn og tilltu hægri vísifingri á varirnar, þannig að þú sért í “sign of silence” stöðunni. Þetta þarftu heldur heldur ekki að gera í QC en liðir nr.4 og 5 eru eins og þetta er gert í the Lesser Banishing Ritual of the Pentagram.
Það er merki um að viðkomandi sé að gera þetta rétt þegar stakur “víbringur” gerir líkama hans alveg úrvinda. Honum ætti að hitna allsstaðar eða svitna mikið og það ætti að draga úr honum það mikinn mátt að hann ætti í erfiðleikum með að standa.
Það er merki um árangur þegar viðkomandi heyrir nafn guðsins drynja ofsalega/ákaflega eins og samstreymi 10 þúsund þruma og honum ætti að finnast eins og mikil rödd tóna frá alheiminum en ekki hann sjálfur.
Þetta virkar í alvörunni, prófið þið bara. Þetta verður bara magnaðra og magnaðra með æfingunni.