Hvað eru fjölkynngi, töfrar eða galdrar?
Það er athöfn sem ætlar að er að hafa áhrif á yfirskilvitslegar verur eða krafta sem ráða afburðum og örlögum manna. Í norrænum trúarbrögðum var galdur list fjölkunnugra manna og framinn með söng, þulum, rúnum og ýmsu atferli og búnaði t.d. galdrastöfum.
Menn flokka galdur í tvo flokka, vondan og góðan. Svartigaldur er notaður til ills en hvíti galdur er í samræmi við hefði og reglur viðkomandi samfélgas.
Hvítigaldur: Var í því fólginn að ná valdi yfir huldum hlutum tilverunnar í krafti issu og lærdóms. Þetta vald var notað öðrum til hagsbóta og lækninga.
Svartigaldur: Í heimskringlu kemur fram að Óðinn fékk með seiðnum mátt til að gera mönnum bana, óhamingju eða vanheilindi og til að taka frá mönnum vit eða afl og gefa öðrum. Þess konar seiður flokkast sem svartigaldur. Svartigaldur er kunnugur úr fornritum en hann var galaður til að valda öðrum tjóni og jafnvel dauða. Í Grettis sögu segir til dæmi frá því hvernig norn ristir myrkrúnir í rótarhnyðju og blóðgar þær með eigin blóði á meðan hún kveður galdra. Rótarhnyðjan var síðan sen til Draneyjar til Grettis Ásmundssonar og átti stóran þátt í dauða hans. Sterk trú var á að með seið mætti hafa áhrif á veður, valda þoku eða sjávarháska og einni brjóta niður kynferðislega mótstöðu. Sendingar eða stefnuvargar eru dæmi um svartagaldur en þá er átt við að senda einhvern illvætti að ákveðnum mönnum, yfirleitt þegar fórnarlambið er varnarlaust í svefni.
Samtímis því að grundvöllur var lagður að náttúruvísindum nútímans, var fjöldi manna í evrópu brenndur á báli fyrir galdur og þjónustu við djöfulinn. Galdrafárið hófst um 1480 og stóð fram yfir 1700, og var mest um það í norður Evrópu. Enginn greinarmunur var gerður á svartagaldri og hvítagaldri, hvort tveggja var talið villutrú og hafði í för með sér dauðarefsingu.
Ástæðan fyrir öllu þessu ofsóknaræði var sú að lútherstrúarmenn héldu að guð væri reiður útí þá vegna þess hversu lengi þeir hefðu vaðið í villu páfatrúarinnar og kaþólskir menn héldu að guð væri reiður yfir trúarvillu lútherstrúarmanna. Reiði guðs birtist víst á ýmsan hátt t.d. í furðulegum táknum í lofti, halastjörnum og öðrum furðuhlutum sem sýndu greinilega hversu bálreiður hann var þeim..
Djöfullinn var heldur ekkert alltof kátur yfir því að hafa misst svona mikið af þegnum og hann hefndi sín með því að láta drepsóttir og annan viðbjóð gana yfir mannkynið. Eitthvað þurftu mennirnir að gera og tóku þjóðhöfðingjar og kirkjunnar menn höndum saman í baráttunni, allt sem talið var koma djöflinum að gagni var bannað t.d. blót og bölv.
Djöfullinn og hans ára voru andlegar verur en gátu gert sig sýnilega en gátu aldrei framkvæmt neitt líkamlegt, þess vegna þurfti þeir að fá til liðs við sig galdrakonur og menn. Fólkið seldi djöflinum sálu sína og fékk í staðinn vald sem það átti helst að nota í illum tilgangi.
Fólki fannst nauðsynlegt að koma upp eins margt galdrafólk og hægt var svo grunur mundi ekki falla á þau sjálf. Leyfilegt var að nota pyndingar og reyndar mælt með því. Þær flýttu fyrir játningum og uppljóstrunum um aðra sem stunduðu galdra. Eftir játninguna var fólki fleygt á bál og brennt til dauða. Við yfirheyrslur kom í ljós að djöfullinn hélt galdramessur á ákveðnum stöðum. Þangað komu galdramenn og konur ríðandi á kústsköftunum sínum og stunduðu mikið svall og saurlífi að skipun djöfulsins.
Þegar hert var á ofsóknunum þá fjölgaði galdramálum í leiðinni vegna þess að fólk var miklu duglegra að ásaka hvort annað. Þegar maður ásakaði einhvern annan þá var það einskonar trygging fyrir því að verða ekki ásakaður sjálfur.
Mikil fólksfjölgun varð í Evrópu á þessum tíma og í kjölfar þess bjó fólk mjög nábýlt. Það leiddi oft af sér miklar nágrannaerjur sem endaði oftar en ekki með því að annar ásakaði hinn um galdur. Djöfullinn setti enginn skilyrði um að fólk þyrfti að vera fáttækt eða kvennkyns til þess að vera hans samverkafólk en sú var oft raunin.
Til íslands barst galdrafárið frá Danmörku og Þýskalandi, en það voru í rauninni engin læti hérna fyrr en um miðja 17.öld þegar galdraofsóknir í Evrópu voru að líða undir lok. Galdrafárið varð aldrei neitt mikið mál hérna á Íslandi enda galdramálin mjög fá. Ástæðan er kannski sú að fólk á Íslandi bjó frekar einangrað og hafði ekki mikil samskipti við nágranna sína. Málin sem komu upp fjölluðu aðalega um meðferð galdrastafa og rúnarblaða sem áttu að hafa valdið skaða, oftast á búfénaði og stundum á fólki. Það var ekkert um pyndingar nér galdramessur á Íslandi og djöfullinn kom lítið við sögu.
Galdrafárið á Íslandi byrjaði með því að maður í Eyjafirði var brenndur fyrir að magna sendingu árið 1625. Sú brenna virðist hafa verið einangrað tilfelli því að hin næsta fór ekki fram fyrr en um miðja öldina. Flestar brennurnar átti sér stað á árunum 1669 – 1683, þó að galdramál kæmu upp allt fram að 1720. Síðasta brennan átti sér stað 1685.
Á Íslandi tengdust galdramálin mikið þremur embættismönnum. Þorleifur Kortsson lögmaður á Þingeyrum lét taka þrjá menn af lífi í Trékyllisvík á Ströndum árið 1654. Séra Páll Björnsson í Selárdal fékk með aðstoð Þorleifs fimm menn brennda vegna þess að hann taldi það þeim að kenna að kona hans varð veik. Séra Jón Magnússon á Eyri við Skutulsfjörð fékk, einnig með hjálp Þorleifs, feðga brennda þar sem hann taldi þá hafa ofsótt sig með göldrum.
Ein íslensk galdrabók (17.öld) hefur varðveist og er handritið geymt í Svíþjóð. Bókin er eftir fjóra ókunna höfunda. Í galdrabókinni eru 47 galdra til góðs og ills. Hún er ekki þjóðsaga eða tilbúningur seinni tíma, heldur er hún safn galdratækja, raunveruleiki sem fólk hætti lífi sínu fyrir. Hér má sjá galdra eins og þeir voru verstir, dauðagaldur sem lýsir hryllingi og öfgum, ofbeldishvöt sem brotist hefur úr böndunum, en svo er líka mikið um galdra sem eiga að leysa vandamál daglegs lífs. Reynt er að verjast sjúkdómum, slysum, illum vættum og óvinum. í bókinni fléttast saman hefðir úr norrænni heiðni, kaþólskri kristni og kabbalískri dulspeki.
Endilega komið með ykkar álit og hjálpið mér :D