Árumynd. Sæl öll!

Mig langaði að deila með ykkur árumynd sem ég lét taka af mér fyrir nokkrum dögum í Heilsubúðinni í Hafnarfirði.

Hér læt ég einnig fylgja skýringar sem ég fékk á blaði á helstu litunum:

Rauður: Rauður litur stendur fyrir lífskraft og líkamlega heilsu. Eins getur rauður litur táknað reiði og notkun mikilli skapmuna til að koma á breytingum.

Appelsínugulur: Appelsínugulur er litur lækningamáttarins. Ef mikið er um þennan lit í áru eða orkusviði þínu, hefur þú lækningamátt af nátturunnar hendi (natural healer), en eins getur hann táknað að þú sért að vinna að bættri heilsu þinni.

Gulur: Gulur litur táknar persónulegan styrk og/eða visku og greind.

Grænn: Græni liturinn er tákn um náin tengsl milli líkama og sálar. Eins getur grænn litur táknað þroska og/eða breytingar sem eiga sér stað núna eða sem verða í nánustu framtíð.

Blár: Blár litur í orkusviði eða áru einstaklings gefur til kynna mikla ákveðni eða ríka sköpunargáfu. Í flestum tilfellum táknar blái liturinn það að rásir sköpunargleði einstaklingsins séu opnar.

Fjólublár: Fjólublár litur stendur fyrir dulræna hæfileika og vitneskju. Eins kemur þessi litur fram þegar andlegt ástand einstaklings er að breytast.

Hvítur: Einstaklingur með hvíta áru er mjög þroskaður og hefur hæfileika til að beina orku sinni í þann farveg sem hann vill, hvort sem er innan eða utan líkama síns.

Til eru fleiri litir, en ég læt þetta duga í bili.

Kveðja,
Íva