Slagsmál í draumi.
Hafið þið lent í slagmálum í draumi? Ég lenti einu sinni í því og vona að ég lendi ekki aftur í þessu. Þegar ég kynntist kærasta mínum þá bjó hann hinu meginn á landinu. Ég ákvað að flytja til hann því að mér fannst langt vera alltaf að keyra rétt rúmlega 600 km. Hann átti heima í gamalli byggingu. Þegar ég kom inn til hann fann ég að það var einhver sál þar,þetta var maður á aldri við kærasta míns. Ég var oft vör við hann en lét það ekki angra mig. Svo allt í einu byrjar þetta. Eina nóttina þá dreymdi mig að kærasti minn hélt utan um mig og ég snéri mig við sá þá að þetta var ekki hann. Allt í einu réðst hann á mig,hélt mér niðri og ég var öll stíf gat ekkert hreyft mig. Loks hrekk ég upp. Ég var ekkert smá smeyk við að sofna aftur en lét mig samt hafa það. Svona gekk þetta nokkrar nætur,stundum reyndi að ég að lemja í kærasta minn eða sparka í hann í von að hann myndi vakna og vekja mig,en ekkkert gekk. Einn daginn var ég að tala við vinkonu mína og sagði henni frá þessu. Hún sagði mér að reyna að segja við sjálfa mig “vakna,vakna” til að athuga hvort að ég myndi ekki vakna. Nóttina eftir þá kemur hann og ég reyni að losna frá honum en ekkert gengur svo að ég segji við sjálfa mig “vakna” nokkru sinni og þá hrekk ég upp. Ekki veit ég hver þetta var og af hverju hann var alltaf að ráðast á mig þegar ég svaf. Hann kom alltaf til mín þegar ég var þarna en ekki þegar ég gisti hjá mömmu og pabba,sem betur fer. Ég spurði kærasta minn hvort að hann hafi verið var við einhvern en hann var ekkert var við eitt eða neitt. Ég hef oft verið að velta því fyrir mig hver þetta var og hvað hann vildi mér.