Ég var að lesa grein eftir einhvern sem hafði átt í erfiðleikum með svefn útaf martröðum. Þetta er ein leið sem hefur reynst vel fyrir marga…..


Búðu þér til draum sem þig langar að dreyma og vertu skipulögð og skrifaðu niður það sem þú ætlar að láta þig dreyma um. Það má ekki vera neitt í þeim draumi sem hræðir þig. Þetta gæti verið þú og vinur þinn saman í lautarferð eða eitthvað álíka. Þú verður að búa þér til aðstæður sem þú verður ekki hrædd í. Í tilbúna draumnum þínum þá verðuru að verja sjálfa þig og vin þinn með tilbúnum lögmálum eins og að aðeins lítil saklaus dýr búa þarna og þar kemst enginn inn sem er hærri en 170 (ef þú ert hrædd við hávaxið fólk) og svo framvegis. Þetta skref er mikilvægara en margur heldur því að þetta er liður í að sefa hugann. Regla eins og að vampýrur geta ekki búið hérna í dalnum mínum vegna þess að þegar sólin skín á þá breytast þær í bleikar kanínur og þegar það er nótt þá sjá þær ekki neitt og detta því alltaf í kanínuholurnar. Jafnvel svona litlar barnalegar reglur í heiminum þínum munu bjarga þér þegar að þú kannski getur ekki stjórnað þessum draumi og eitthvað sem þú hræðist læðist inn í hann. Þá ertu alltaf tilbúin með eitthvað vopn á móti því. Þegar þú ert búin að skrifa þessa litlu smásögu þína þá skaltu lesa hana svona 10 sinnum yfir þangað til að þú manst eiginlega allt í henni. Svo skaltu fara að sofa og byrjaðu að “dagdreyma” s.s. dreyma á meðan þú ert vakandi. Þegar þú ert búin að gera þetta þá ertu búin að segja heilanum þínum að þetta er forgangsverkefni og hann mun hlýða.

Ég tek það fram að þetta er ekki kjaftæði. Þetta er ein af mörgum leiðum til að stjórna draumum sínum. Þetta er eitt af byrjunarskrefum þess að róa hugann og kynnast sjálfum þér. Með þessarri aðferð þá er einnig hægt að þróa með sér “happy place” hugmyndina. Þá er alltaf hægt að stökkva inn í þennan friðsæla heim.

Endilega segið mér hvernig þetta virkar fyrir ykkur sem eigið í erfiðleikum með svefn útaf slæmum draumum.