Sammála með vínmenninguna, vínmenning á Íslandi er engin, því miður. Þykir ekkert sjálfsagðara en að drekka sig reglulega allt að því meðvitunarlausan, svo lengi sem það er gert á föstudags- eða laugardagskvöldi, en vogi maður sér svo mikið sem að þefa af áfengi á virkum degi og/eða fyrir kvöldmat er maður talinn stórskrýtinn eða jafnvel alki..
Mér finnst ekkert að því að byrja snemma að drekka, svo lengi sem það er “góð” drykkja, en unglingar hafa fæstir hinsvegar þroskann í slíkt, svo 20 ára aldurstakmarkið er ekkert alvitlaust, þótt rökréttara væri að hafa það samhliða öðrum helstu aldurstakmörkum við 18 ár..
En ég þykist alveg búinn að sjá það að þegar maður er með betri drykk í höndunum, þá dugir bragðið mikið lengra svo maður þarf ekki ölvunina til að “njóta” hans, meðan ef maður ræðst bara í það ódýrasta þá verður ekkert gaman að drykknum fyrr en innbirt hefur verið magn sem gerir mann aðeins ruglaðan í hausnum, svo þegar upp er staðið er 6-700 króna bjór jafnvel ódýrari en hinn sem kostar 2-300 kallinn, því maður þarf bara einn af þeim dýra til að leggja glasið sáttur frá sér á móti kannski þremur af hinum ;P