Það er fyndið hvernig boðskapur páskana er mismunandi eftir löndum. Til dæmis má nefna að á föstudaginn langa eru kallar í Filipseyjum að láta negla sig við krossa til þess að minnast pínu Jesú en á tilteknum stað út á landi stendur fólk í biðröð eftir að komast á ball, pissfullt og stígandi ofan á mann og annan. Hátíðinni er réttara sagt tekinn með þónokkrum tryllingi þannig að allir hafa gaman af. Og sjálf viðurkenni ég að ég hef gaman að þessu öllu saman en svona í þynkunni fer maður að hugsa um svona tilganginn með öllu saman. Meðan kall í Filipseyjum þurrkar blóð sem rennur úr lófa hans er ég uppí rúmi að drepast úr þynnku…
Kaldhæðni…….