Átti allar græjur eftir að hafa farið á námskeið hjá Ámunni, sem ég mæli alveg með, þótt það sé ekki nema fyrir það að þú ert bara að borga fyrir startpakkann og færð smá sýnikennslu innifalda, og færð svo afslátt af öllu sem þú kaupir hjá þeim það kvöldið..
Hvað bragðið varðar, þá minnir þetta helst á þurrt, súrt hvítvín. Ekkert eðalvín, en vel drekkanlegt sveeeellkalt, og helst af ís, og alveg skárra en sumt sem fæst í hvítvínsdeildinni í Ríkinu, sem getur þó kostað allt að því tífalt á við þetta..