Ég skil ekki hvað þessi Gunnar er að reyna að tileinka sér þessa blöndu. Ég hef alltaf þekkt hana undir nafninu Ruddi/Suddi (Suddi vegna þess að Ruddi er neftóbak) og er oft hluti af drykkjuleikjum.
Og nei, það er ekkert sérstakt við þennan drykk. Alkahólið (etanól) er enn til staðar. Ef þú blandar saman bjór og sterku áfengi þá veistu að styrkleikinn er meiri en af bjór og minni en af sterku. Menn verða ekkert fullari af þessum drykk, nema það sem áfengismagnið í honum segir til um.
Hins vegar, í stemningu þar sem menn spila svona blöndunardrykkjuleiki, eiga menn einfaldlega til að drekka miklu meira en annars, og að sama skapi að verða þess vegna miklu þunnari.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig