Við vorum bara sex, þetta var minnsti hópur sem nokkurntíman hefur gert þetta frá mínum skóla.
Þetta var hrein geðveiki! Við hittumst klukkan 4 um morguninn og byrjuðum að sturta í okkur þá, búningarnir okkar voru flugmenn og flugfreyjur.
Fílingurinn innan hópsins var magnaður, allir voru mjög spenntir fyrir því að klára loksins framhaldsskólanámið og geta farið að einbeita sér að því sem þeim langar virkilega að gera í framtíðinni. Ég ætla til dæmis að fara inn á líffræðideild Háskóla Íslands og verða stofnfrumufræðingur.
Um klukkan sex fórum við af stað og fórum að vekja kennarana okkar, spænskukennarinn var svo úldinn að ég hélt að hann væri asíubúi þegar hann kom til dyra. Kennararnir tóku allir vel á móti okkur, hleyptu okkur á klósettið og gáfu okkur eithvað góðgæti.
Svo var kíkt í grunnskólana eftir að við fórum í myndartöku hjá fréttum. Tvö af okkur hafa verið þjálfarar eða aðstoðaþjálfarar síðustu ár og gerðum okkar besta í að sýna gott fordæmi en ég held að sótölvun hafi komið í veg fyrir það.
Við ákváðum að sleppa því að vera að gefa kennurnum asnarlegar gjafir út frá eithverju sem einkenndi galla þeirra eða sérkenni, gáfum þeim bara rósir og allir voru mjög ánægðir með það :) mikið af eldri nemendum skólans sem eru að taka þetta hægt og rólega eru orðnir leiðir á því.
Þetta var fjör… það væri gaman að gera þetta aftur en vonandi geri ég þetta ekki aftur X)
Mæta lífinu með bros á vör og þegar það snýr baki við þér og gefur skít í þig… Þá brosir þú bara breiðar!