Nei. Það á
ekki að kveikja í. Þú tekur glas, hellir skoti (30-45 ml) af absinthe í glasið. Svo nærðu þér í þessa “spes” götótta skeið, leggur sykurmola á hana og hellir/dropar ísköldu vatni ofan á molann þar til hann leysist upp. Svo heldurðu áfram að hella þar til hlutföllin eru orðin sirka 4:1 með vatn í meirihluta.
Ástæðan fyrir því að drykkurinn verður skýjaður hefur ekkert að gera með sykurinn. Þetta er einfaldlega vegna þess að þau efni sem leysast ekki í vatni (aðallega anísinn) fara úr lausn og mynda ský.
Ef þú myndir nenna því að googla þetta sæirðu nákvæmlega þessa aðferð.
Aðferðin sem þú minnist á kallast Bohemian method og er ekki hefðbundin. Hún er oftast notuð með tékknesku absinthe, sem er í raun allt annar drykkur.
Mæli með því að þú lesir þetta:
http://www.wikihow.com/Prepare-Absinthe