Maltbjórinn finnst mér æðislegur. Erfitt samt að dæma svona fyrir aðra. Hef verið með fólki sem virtist vilja hafa bjórinn algjörlega bragðlausan og fussaði bara og sveiaði yfir góða bjórnum sem ég var með.
Lýsingarnar á átvr síðunni koma með ótrúlegustu keima, myndi bara testa að kaupa eitt stykki af honum fyrir næsta djamm og smakka sjálfur. Ef þér finnst hann vondur keyptiru bara einn bjór og ef þér finnst hann góður kaupiru hann bara oftar.
Ér er einmitt nýr í drykkjunni en lét kaupa einn. En svo var líka keyptur þessi Faxe, kippa af honum og kippa af Egils Lite. Hvað finnst þér um Liteinn?
Hef nú ekki drukkið mikið af honum, bara smakkað annað slagið. Samt örugglega fínn ef þú ert að byrja í drykkjunni því hann er mjög léttur í þig og hægt að drekka mikið af honum.
Faxe er vondur og maltbjórinn er góður í hófi. Mæli með því sem ég gerði einu sinni, fór og keypti 24 mismunandi tegundir af bjór og komst að því hvað mér finnst vera besti bjórinn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..