Sko, ef þú vilt einhverja almennilega kokteila…
Þotuflugmaðurinn
-Skot af Captain Morgan
-Skot af Malibu
-Skot af Bacardi gullnu rommi
-Skot af Bacardi limon
-matskeið af trönuberjasafa
-matskeið af appelsínusafa
-matskeið af ananassafa
-teskeið af grenadine
-tvö skot af Southern Comfort
Notaðu mjög hátt glas og settu töluvert af klaka, helltu romminu í eftirfarandi röð yfir klakana : Captain Morgan, Bacardi, Malibu, Macardi limon. Helltu nú safanum yfir, mjög hægt, í hvaða röð sem er. Settu nú grenadine og hrærðu örlítið í drykknum. Toppaðu með tvöföldu skoti af Southern Comfort.
Tromman
-Skot af rommi
-Skot af apríkósu líkjör
-hálft skot af dökku rommi
-hálft skot af gullnu tequila
-hálft skot af triple sec
-ein og hálf matskeið af nýkreistum appelsínusafa
-dass af grenadine
-2-3 dropar af Angostura bitter
Allt sett í blender með 2-3 klökum, helltu öllu í hátt, mjótt glas með 2-3 klökum í (þannig að þú ert nú með 4-6 klaka í heild), notaðu appelsínusneið til skreytingar, leyfilegt er að setja ögn af flórsykri efst í drykkinn.
Ökuferð í tunglsljósi
-Skot af Vodka (helst stoli)
-Skot af rommi
-Skot af Sloe gin
-Skot af Malibu
-hálft skot Amaretto
-matskeið af appelsínusafa
-ein og hálf matskeið af ananassafa
Settu áfengið í shaker, settu safana í shakerinn, settu ögn af strásykri í shakerinn, hristu. Hristu soldið meira. Hristu ENNÞÁ meira. Settu þunna sítrónusneið á botninn í hátt glas, settu klaka eftir hentugleika, tvö kirsuber sem búið er að skera í tvennt, helltu drykknum í glasið og toppaðu með því að kreista safa úr sítrónusneið yfir og láta hana svo fljóta.
Annars þá mæli ég sterklega með
Jói Spes
-3 skot af captain morgan
-sprite
-dass af grenadine
Taktu hálfs líters glas (t.d. bjórglas) og fylltu það með klaka. Settu áfengið út í, fylltu nánast með sprite, settu grenadine á sítrónusneið og hrærðu, meðan þú hrærir setur þú sítrónusneiðina út í drykkinn. Sumum finnst gott að hafa mintu á botninum.