Labbaði tvo hringi um bæinn, fyrst meðan ég var að bíða eftir að röðin kæmi að hljómsveitinni að spila í vöfflupartýi hjá foreldrum bassaleikarans .. svo aftur meðan ég beið eftir fólkinu sem ég ætlaði að hitta í kvöldmat .. allt of mikið af fólki, var bara dauðuppgefinn þegar ég kom heim eftir matinn .. sem var bara ágætt, þá sofnaði maður nógu snemma til að geta vaknað fyrir leikinn :P
Nennti ekki einu sinni út til að sjá flugeldasýninguna, þótt mér hefði sennilega nægt að labba upp á Skólavörðuholt (um 200m eða svo) til að sjá hana, enda svona skipulagðar flugeldasýningar hér á landi óttalegt frat ..