Varst þú á Fiskideginum Mikla og fannst bleika stafræna myndavél? Hún er af gerð Olympus og er svona 18 mánaða gömul. Þetta er alls ekki myndavél sem vert er að stela (þó að einhverjum finnist það greinilega).
En málið er að í myndavélinni (eða á kortinu) eru myndir úr brúðkaupinu hennar mömmu minnar sem ég var í á föstudeginum 8. ágúst. Þetta eru myndir sem ég fæ aldrei aftur og skipta mig MJÖG miklu máli.
Ef þú veist eitthvað um þessa myndavél þá máttu endilega senda mér skilaboð og láta mig vita.
Þessar myndir skipta mig það miklu máli að ef þú ert sá sem fannst hana, þá er mér sama þó ég fái bara myndirnar aftur og þú mátt hirða myndavélina ef þú hefur það í þér að skila myndunum! :-(
Þið megið endilega hafa bæði augun opin fyrir myndavélinni.
Hún týndist sem sagt á aðfaranótt sunnudagsins 10. ágúst!!
Takk,
Bætt við 13. ágúst 2008 - 19:53
http://www.digital-fotofusion.co.uk/mtnews/archive/Olympus-mju760.jpg
Þetta er linkur á mynd eins og myndavélin mín lítur ca. út, bara annar litur!
Joey: Oh! Sorry… did I get you?