Hæ. Ég er með smá pælingu varðandi bjór. Þannig er það að mér finnst hann ekkert til að hrópa húrra fyrir, en ég get samt drukkið hann þegar ég er orðin full. Ég var eitthvað að reyna að drekka Carlsberg um daginn en ég kom honum varla ofan í mig. Ég var að spá hvort einhver gæti bent mér á bjór sem mér gæti litist betur á? Mig langar að prófa að drekka bjór almennilega:) Haha. Hljómar asnalega. En semsagt bara benda mér á einhvern bjór sem líkist ekki Carlsberg. Og svona sirka hversu marga maður þyrfti til að verða fullur? (ég hef bara aldrei drukkið bjór af viti þrátt fyrir að hafa drukkið í nálægt tvö ár núna). Ég verð ágætlega full af svona.. 3-4 glösum af einhverju blandi með sterku áfengi held ég(eitthvað til að miða við).

Takk:)