Ömm, fyrst…það skiptir máli hvað þú ert gömul þegar þú ferð að ræða svona….
Svo….skiptir líka máli hvenær foreldar þínir byrjuðu að drekka, getur fengið þau til að minnast þess hvernig það var að vera ungur/ung og vitlaus.
Svo segirðu þeim að þú sért náttúrulega mjög ábyrgur einstaklingur, sért á beinni leið í lífinu og áfengið sé ekki að fara að spilla þeirri framabraut fyrir þér. Þú segir þeim svo að þú viljir byggja öll samskipti þín við þau(foreldrana) á traustum grunni, og til þess verði að vera gagnkvæmt traust, þessvegna ertu að segja þeim að þú sért byrjuð að drekka….ekki að byðja um leyfi.
Því næst sannfærirðu þau um að þú sért ekki að drekka áfengi til að skemmta þér, heldur ertu að skemmta þér og svo að drekka áfengi……þú getur lifað án þess en þetta er bara spennandi heimur sem þú ert að leika þér í “grunnu lauginni” í…ég meina…það er ekki eins og þú sért að íhuga að fara að skella þér í fíkniefni.
Og svo þegar þessu samtali við þau er lokið, biddu þau þá um að melta það. Ekki svara þér alveg strax heldur, sofa á þessu. Sofa á því að litla dóttir þeirra sé kannski smá að fullorðnast og þroskast og þau geti farið að losa aðeins um ólina til að leyfa henni að kynnast hættulega heiminum. Því nú vita þau að þú ætlar að treysta þeim fyrir þeim vandamálum sem koma uppá…og foreldar elska að leysa vandamál.