Fór í djamm/sólarlandaferð þangað með vinahópnum og það var alveg gaman. Tel það samt aðalega hressum vinahóp að þakka heldur en Tenerife sjálfri. Myndi samt ekki segja að það sé gott næturlíf þarna. Bara tvær mjög stuttar götur hlið við hlið og muuun minni en td laugarvegurinn. Bjórinn þarna kostaði líka 500-600kr á skemtistað fyrir svona 2 árum og hefur sennilega bara hækkað. Passaðu þig líka á öllum sölumönnum þarna og bara fólki almennt því þetta er bara þjófóttasta lið sem ég hef orðið vitni af! Alltaf verið að reina að snuða mann með að gefa vitlaust til baka eða eitthvað og mjög margt fólk lenti í veskjaþjófum eða að það var hreinlega vaðið inná herbergin þeirra og stolið. Arabarnir í raftækjaverslununum voru víst líka duglegir við að selja fólki tóma kassa sem í áttu að vera raftæki :)
Það er líka alveg skuggalega vondur matur þarna og allt er bara mjög dýrt sama hvað það er! Í raun finst mér þetta vera alger skítaeyja og langversti sólarstaður sem ég hef farið til en það eru þó kostir eins og milt loftslag og mikið að hlutum til að gera yfir daginn á ströndinni, görðum eða whatever. En eins og ég segi þá er það aðalega mjög skemtilegur vinahópur sem gerði ferðina fyrir mig því annars hefði ég verið mjög fúll. Í góðum vinahóp er hægt að gera mjög gott úr öllu. Gef eyjunni svona 2 stjörnur af 5 mögulegum
Have fun allavega :)