Það kostar 4500 INN!!!!
Hann sagði mér að lægsti aldurinn sé 16 ára. en já hérna er greyninn
Cascada kemur fram á Broadway í boði Flass 104,5 og mun ekkert vera til sparað til að gera kvöldið eins glæsilegt og mögulegt er. Auka hljóðkerfi og auka ljósakerfi verður á svæðinu. Upphitun verður í höndum Dj Sindra Bé Emm og síðan mun Dj Frigore úr Plugg'd stíga á stokk þegar Cascada hefur lokið sér af og spila fram á rauða nótt.
Miðasalan hefst föstudaginn 22. feb kl: 15:07 í Skór.is - Kringlunni - Miðaverð er kr: 4.500 - Aldurstakmark miðast við 16ár og er það árið sem gildir.
Cascada er þýsk eurodance hljómsveit sem eru hvað þekktust fyrir lagið Everytime We Touch sem kom út á samnefndri plötu árið 2006(b.n.a.) og 2007(e.u.). “Hljómsveitin” Cascada er í raun bara ein söngkona sem heitir réttu nafni Natalie Horler en þeir DJ Manian og Yann Pfeiffer koma mikið að tónlistar gerðinni. Þeir tveir hafa líka unnið að verkefninu Tune Up! sem er annað þekkt eurodance nafn.
Cascada ætti að vera Íslendingum góðkunn enda hefur hún verið í stanslausri spilun á Flass 104,5 og Fm 957. En alls hafa 5 lög fengið umtalsverða spilun á fm 957 og 2 til viðbótar á Flass 104,5. Cascada er án efa einn allra stæðsti tónlistaratburður ársins hjá yngri kynslóðinni og munu margir bíða komu hennar spenntir.
Cascada hefur gefið út eina breiðskífu nú þegar, sem hlotið hefur margar viðurkenningar og selst gríðarlega vel. Platan Everytime We Touch innhélt lög eins og Miricle, How do you do, Woldn't it be good, Truly madly deeply, a never ending dream og titil lagið Everytime We Touch. Platan hefur selst í milljónum eintaka og titillagið every time we touch náði toppsæti vinsældalista útum allan heim.
Cascada hefur undanfarna mánuði legið svolítið undir feldi enda er nýrri plötu að vænta í desember. Platan Perfect Day verður öllu fjölbreyttari en Every time we touch. Á þeirri plötu ætlar Cascada að singja nokkrar ballöður, eitt house lag verður á plötunni og síðan euro-trancið sem Cascada er orðin heimsþekkt fyrir. Nú þegar hefur eitt lag verið gefið út af nýju plötuni og er það lagið What hurts the most og er það komið í spilun á Flass 104,5.
Elska þig !