Lögbundið aldurstakmark er 18 ár, en staðirnir hafa leyfi til að hækka það eftir hentugleika og það er venjan að hækka það upp í a.m.k. 20 ár, enda mun auðveldara að afgreiða á barnum þegar enginn á að vera inni sem ekki er með aldur til áfengiskaupa.
Síðast er ég vissi var einhver staður uppi á Höfða með 18 ára aldurstakmark, en þeir lentu í veseni fyrir ekki svo löngu svo það getur vel hafa breyst, annars held ég að allir séu með a.m.k. 20.