Jæja, þá er runnin upp hvað, 14. hátíðin? Þeir sem komu í fyrra verða alls ekki fyrir sömu vonbrigðum og þeir urðu þá!

Mikil dagskrá er í boði,
Bryggjuball,
Uppboð,
Paintball,
Götuspil,
Pulsuvagninn verður opin fram á nótt ;)
Sennilega einhversskonar skrúðganga og læti,
Dansleikir og margt fleirra ásamt því að fólk mun stunda hóflega(…) drykkju!

Hvet alla til að mæta og ef þið komist ekki er jú um að gera að láta fólk vita af þessu því það er alltaf rosaleg stemning í þessu!

Hátíðin byrjar á föstudegi, og er staðsett í Stykkishólmi (snæfellsnesi), það kostar 1.000kr. inn á hátíðina og verður það algjörlega þess virði ;)

Með von um góða helgi!

Bætt við 16. ágúst 2007 - 11:17
Bæti við að í fyrra komu um 9.000 manns og þar á undan voru eitthvað fleirri, þetta er ekki mjög stór bær en hann rúmar alveg þetta fólk og þegar svona mikið er komið er þetta alveg geðveik stemning :D komið með lopapeysu og hatt!