Ég hef tekið eftir því að enn hefur enginn skrifað um litla trance staðinn í Reykjavík sem kallast Diablo. Þessi staður er algjör snilld fyrir utan kannski húsrúmið sem er utan um hann. Þetta er eini staðurinn í Rvk sem spilar bara trance tónlist, þótt svo að Thomsen hafi spilað þannig tónlist þá voru þeir (og eru) alltaf með meira af hörðu techno og drum´n´base sem eru næstum bara eilífar endurtekningar.. og leiðinlegt til lengdar.
Það eina sem er að þessum Diablo stað er að hann er í svo litlu húsarúmi, og þegar maður gengur inná hann kemur maður beint á dansgólfið sem er náttúrulega voðalega fáránlegt. Eins líka það að dansgólfið er náttúrulega alltof lítið. Ég held það væri nú fínt ef þessi staður væri færður þar sem NASA er og hann gerður þar af leiðandi að alvöru klúbbi. Því eins og allir vita er alltof lítið um svoleiðis hér. Enda eru útlendingar sem koma héðan og þaðan mjög undrandi yfir þessari “klúbbamenningu” okkar.. (sem er náttúrulega engin).