Já, ég hef reyndar ekki tímann í að horfa á þetta en það er einfaldlega þannig að sumt fólk er veikara fyrir svona efnum en annað. Þeas fær sér alltaf aftur og aftur og getur ekki sleppt þessu, það er algjört kjaftæði að allir verði háðir fíkniefnum og ávanabindandi hlutum yfirhöfuð. Ég get t.d reykt þegar ég vil, notað fíkniefni þegar ég vil (ekki það að ég stundi það mikið !), drukkið þegar ég vil og stjórnað þessu algjörlega á meðan aðrir gjörsamlega falla ofan í einhverja gryfju og einfaldlega VERÐA að fá þetta næsta, í langflestum tilfellum er þetta bara andlegt. Ég lít EKKI á alkóhólisma sem sjúkdóm, so sorry, ég lít á þetta sem sjálfsblekkingu og aumingjaskap. Það er eflaust mjög ljótt að segja þetta og ég lenti í rifrildi um þetta við góðvinkonu mína um daginn sem er skyld alkóhólista en þetta er einfaldlega mín skoðun. Ég GET ekki annað gert en að horfa á þetta með þessum augum.. Ég t.d reykti að staðaldri í um tvö ár og einn daginn sagði ég bara við sjálfa mig, til hvers ? Þetta kostar peninga og er ekkert nema vesen, ég er bara hætt og ekkert fokking rugl.. Fór til útlanda nokkrum dögum seinna, engar sígarettur or nuffin bara sleppti þessu algjörlega. Þurfti hellings sjálfsaga en hell, mér tókst þetta.. Þetta er kannski ekki það sama og ef þú ert búinn að reykja í 20 ár ! En ef þú hefur nógu mikinn viljastyrk er þetta hægt. Núna get ég fengið mér sígarettu í rauninni hvenær sem er svo lengi sem ég fer ekki að keðjureykja án þess að þurfa aðra nokkrum klst seinna.
Bætt við 26. maí 2007 - 20:55
Það þarf líka vit í svona. Segjum að þú fáir þér í nefið eina helgina (eitthvað sem getur orðið svakalega ávanabindandi) og þú finnur að þér finnst þetta alveg svaaaaaaaaakalega gott og bara vá, mér líka virkilega vel við þetta. BEST AÐ FÁ SÉR AFTUR. … NEI ? Það er heimskulegt og miðað við alla forvarnarfræðsluna sem er til staðar núna er þetta ekkert nema vitleysingjaskapur (gott orð) að verða háður svona hlutum í dag vegna þess að það verður enginn háður eftir eitt skipti.