Ekkert lát er á Hip Hop innrásinni á Ísland og nú er komið að áttunda kvöldinu sem Gaukurinn, Kronik(Rás 2) og Budweiser standa fyrir. Í þetta sinn er það eitt af þekktari nöfnum innan Hip Hop geirans, sjálfur El Da Sensei ásamt Dj Kaos, sem munu skemmta landanum Fimmtud 15 Nov.
El Da Sensei er fyrrum meðlimur Artifacts en þeir gerðu það gott í Hip Hop heiminum fyrir um 3 árum síðan með plötunni “Art of Facts” og innihélt hún lög eins og “Come on With The Come on” og “Dynamite Soul” Platan fékk mjög góða umfjöllun í einu virtasta hip hop tímartinu í dag, “The Source”
Nú hefur El Da Sensei sagt skilið við félaga sinn úr Artifacts og er farinn að snúa sér að solo ferli sínum. Hann hefur gegnið í liðs við 7 Heads útgáfunna, og er nú að vinna að sinni fyrstu solo plötu og er hún væntanleg í byrjun næsta árs. Honum til halds og traust er skankarinn ógurlegi Dj Kaos.
Upphitun fyrir þá félaga er í höndum Twisted Mindz Crew sem munu frumflytja nýtt efni, og svo Sesar A sem er að kynna nýjustu afurð sína sem er væntanleg fyrir jól.
Plötusnúður kvöldsins er Dj Total Kayoz.
Húsið opnar kl: 21, 18 ára aldurstakmark, 950kr inn.