Já… hér ætla ég að opinbera mína fyrstu verslunarmanna helgi sem fór mest fram í móðu.
Ég var stödd á Siglufirði þar sem ég er ættuð, og það sem gerir söguna frekar skemmtilega er að helmingurinn af fólkinu þarna var skilt mér á einhvern hátt… þannig að ég fæ ekki að gleyma þessari helgi.
Ég var 16 ára gömul stúlkukind og foreldrar mínir ætluðu að treysta mér fyrir tveim bjórum eða svo.
Ég fór niður í bæ og hitti fult af fólki sem átti miklu meira áfengi og vildi endilega að ég myndi hjálpa þeim að drekka það.
Ég var orðin nokkuð vel ölvuð og hitti þá fyrrverandi kærustu bróðir míns og allt í einu var ég komin í mjög blautar samræður við hana, og fleira fólk sem ég þekkti ekki neitt.
Þetta kvöld endaði ágætlega.
En laugardagurinn fór aðeins öðruvísi.
Ég byrjaði að drekka um kaffileytið og var að njóta mín nokkuð vel þarna niðrí bæ með sígarettu í munnvikinu og bjór í hendinni.
Frænka mín var líka þarna og við ákváðum eftir smá drykkju að fara í fallturninn á siglufirði. Sá fallrurn er eins og flestir aðrir : fer upp og niður, frekar hratt. Þegar grillmaturinn sem ég borðaði fyrr um daginn blandaðist áfenginu fór mér ekki að líða neitt svakalega vel og eftir þessa upplifum fór ég að hitta sama fólkið og kvöldið áður og drakk meira.. miklu meira.
Man ég ekki meira nema þegar ég var í bíl hjá stráki sem ég kynntist þarna. Alein þarna allveg dauðadrukkin, vissi ekkert hvar í ósköpunum á landinu ég var, ælandi öllu því sem ælandi var og leið svo illa og sagði hina frægu setningu sem flestir ættu að kannast við “ ég ætla aldrei að drekka aftur”
En þar sem ég lá þarna með hausinn útúr bílnum og hálfgrenjandi af áreinslu við að æla fann mamma mig og hélt á mér heim.
næsta dag (sunnudag) fékk ég mjög skemmtileg augnaráð frá frændfólki mínu þegar ég vaknaði haugaþunn. Um kvöldið var grenjandi rigning og þrátt fyrir kvöldið áður byrjaði ég að drekka.
okkur krökkunum var frekar kalt þarna úti og var pabbi minn þá svo elskulegur að koma okkur inná ball hjá pál óskari. Þar sem ég hafði fengið nógu mikla athygli kvöldin áður ætlaði ég að láta fara lítið fyrir mér.
Áfengið lét mig gleyma því og var ég komin uppá svið og dansandi frekar grófann dans við einhverja stelpu.
Svo lauk ferðinni og ég á seint eftir að hætta að fá skemmtileg comment frá ættinni minni.
Ég tek því nú samt fram að ég er ekki lesbísk þrátt fyrir að áfengið hafi aðeins ruglað mig í ríminu þetta kvöld, eins og svo mörg önnur.