Ég held einmitt öfugt. ÉG viðurkenni alveg að mér finnst stundum voðalega gaman að drekka, skemmti mér vanarlega mjög vel, en mér finnst ekkert síðra að vera edrú, það getur verið gaman, öðruvísi gaman. Getur þú sagt mér í hreinskilni að ef þú djammar mikið og gerir marga skandala að það sé eitthvða sem þú verður stoltur af.
Áfengi er vímuefni, það er stórhættulegt ef fólk kann ekki að nota það, sem of margir kunna ekki. Íslendingar yfir höfuð kunna sér ekki hóf, drekka eins og þeir geta í sig látið. Ég hef oft farið á böll og svona, okay það er í lagi að vera fullur, en að vera dauðadrukkinn og ælandi, get ekki ýmindað mér að það sé skemmtilegt að fara á ball og drepast eða æla þar, en að vera kanski léttfullur og smá vitlaust getur verið gaman, en hitt gjörsamlega eyðileggur stemmingu fyrir sjálfann sig og aðra.
Síðustu mánuði hef ég verið að rökræða áfengi og afleyðingar þess við nokkrar manneskjur, og hef séð núna að mér finnst bara að það eigi að banna áfengi yfir höfuð, ekki það að ég sé á móti áfengi, heldur er ég á móti hvernig fólk notfærir sér það. Það er endalaust verið að taka menn fyrir ölvunarakstur, og það eru til mjöööööööööög mörg dæmi til þess að fólk sé að deyja út frá einhverju sem tengist áfengi, t.d. átök við lögreglu, bílslys, heimilisofbeldi (til eru dæmi að menn hafi barið konur sínar til dauða, engar ýkjur)
Fólk sem kann sér ekki hóf endar vanarlega illa í áfenginu, verða háðir því og svo framvegis.
Alkahólistar sem eru enn að drekka missa alla stjórn á sér í drykkjunni, hvort sem það er að drekka endalaust eða kanski að fólk verði fyrir átökum frá manneskjunni, það mun alltaf einhver særast í kringum alkahólista, hvort sem það sé andlega eða líkamlega. Það leiðir ekkert gott af sér.
það er engan veginn gaman að djamma edrú!
HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞETTA? það er VÍST VÍST VÍST hægt að djamma edrú. Ef þú ert með rétta fólkinu, í rétta skapinu þá er það auðveldara en að drekka vatn get ég sagt þér.
Ég er að njóta þess að vera ung og vitlaus, maður ÞARF ekki áfengi til þess, þótt það sé gaman að djamma stundum. Ef þér finnst áfengi nauðsynlegt, þá er nauðsynlegt fyrir þig að fá hjálp get ég sagt þér.
20 ára aldur er mjög góður aldur fyrir áfengisverslanir, þú skilur það kanski ekki núna, en munt gera það síðar. Í heildina er fólkið orðið nógu þroskað til að drekka, og kunna sig kanski hóf, en gera það varla ef þau byrja ung á því.
Ef fólk getur lært að drekka og drekka hóflega, fylgja reglum sem settar eru almenning. þá get ég sætt mig við áfengi