Æi gaur, hef lesið allt eftir þig og þú talar skít.
Ég er textasmiður og sem texta fyrir allar gerðir af tónlist, en sjálfur nota ég mína texta bara í rapp, einhverjir aðrir fá hitt.
Og ef þú ætlar að segja að ég sé ekki listamaður, veit ég ekki hvað.
Einnig er ég að byrja að fikta mig áfram með takta, hiphoptakta þá. Margir eru hin fínasta tónlist, mjög vel útpældir. Eitt uppáhaldslagið mitt er þegar NemoBeats remixuðu “Vegir liggja til allra átta”, takturinn var færður í hiphopbúning en söngurinn hélt sér. Linkur á það hér fyrir neðan.
http://www.blog.central.is/lec?page=specialLink&id=610099Allavega, þú ert metalisti yaaaaay rosagaman. Segist hafa unnið mikið við allar gerðir tónlistar, en kemur með fáránlega fordóma um rapp. Og útfrá hverju? Jú, fjölmiðlum. Þú veist ekkert um senuna underneath, og hefur ekki einu sinni reynt að leita. Nefndir Tupac og þóttist vita eitthvað, en hann er alveg jafnmainstream og allir aðrir sem eru spilaðir á FM957. Þér finnst 50 Cent mögulega mainstream, eftir að hafa heyrt 3 lög eða svo á FM. Hversu mörg hefurðu ekki heyrt? Ég fíla 50 ekki, en í sumum lögum er hann mjög góður.
Það sama gildir eflaust um hina tónlistarflokkana sem þú hefur “skoðað”. Segist hafa hætt að nota tölvur því þér leið einsog tölvugúrú…ef það eru ekki fordómar veit ég ekki hvað.