Við vorum 4 vinkonur og höfðum heila íbúð fyrir okkur fyrir dálitlu og auðvitað var reddað sér soltu áfengi..;) svo leið á kvöldið/nóttina og ég og önnur vinkona mín komnar aaðeins of mikið í glas en hinar 2 bara næstum edrú. eða voru allavega búnar að drekka mjög lítið..
En anyways, svo urðum við allt í einu rosalega svangar og ákváðum að panta okkur pitsu.. klukkan 4 um nóttina! En stelpurnar sem voru edrú þorðu ekki að hringja í 118 og spurjast fyrir um stað sem væri opinn þannig að þær sendu mig í að gera það :') Og þá hringdi ég, orðin allveg freekar full og fór að þræta ið greyjið konuna um að það ætti að vera pitsastaður opinn 24/7 og símtalið endaði með því að hún sagði “Það er enginn staður opinn bless” og skellti á! þannig að engin pitsa fyrir okkur :')
En þá var bara haldið áfram að drekka og orðnar aðeins of fullar en hinar 2 voru farnar inní herbergi að sofa, en svo allt í einu labbaði ég inní herbergið hjá þeim og lagðist á rúmið og sagði “X gubbaði, góða nótt” og fór svo að sofa! Eins og ekkert væri sjálfsagðara en var svo vakin til að hjálpa við þrifin en ég stóð víst bara við hliðina á stelpunni sem ældi, hló af henni og sagði að hún væri fáviti og e-ð þvílíkt :')
En svo fórum við bara að sofa og næsta dag tók við versta þynnka sögunnar ! úff.. og hún kemur við túnfiskssalati og ennþá ef ég bara finn lyktina af túnfiski þá æli ég!
haha.. og við eigum seint eftir að gleyma þessu, eða allavega því sem ég man af kvöldinu =D og hlægjum alltaf jafn mikið af þessu :)
Verið svo duglegri að senda inn sögur af ykkur ! :)