Fyrir að verða 2 árum þá “drakk” ég með mömmu, fékk einn breeser og áhvað að sannfæra hana um að ég væri ekki vön að drekka mikið, drakk hægt með röri og skildi hann eftir hálfan! Er rétt farin að geta drukkið sömu tegundina aftur núna, það á ekki að drekka breeser hægt, allavega ekki vatnsmelónu bragðtegundina…
Annars þá var ég slegin í fyrsta sinn sem mamma vissi að ég hefði drukkið eitthvað að viti =S
Fáranlegt dæmi, hún er alkahólisti í afneitun og ég má ekki fá mér nokkra sopa!
Annars þá er hún búin að sætta sig við að hún ræður ekkert yfir mér lengur, labbaði út 15 ára og sá aldrei eftir því, en var búin að fara nokkrum sinnum áður þá, dregin heim af löggunni og slíkt vesen..
Annars er ekkert mál að drekka heima núna, pabbi skellir stundum bjór fyrir framan mann til að auðvelda manni að sofna! Stjúpmamma mín og litla systir opna oft sinn breeserinn hvor og drekka um einn þriðja áður en ég er beðin um að klárann, það er voða nice, ég er hreinlega ruslatunnan fyrir áfengi á heimilinu ;Þ
Ég drekk einstöku sinnum smá með þeim heima, helst þegar eitthvað stendur til, t.d. um jólin og áramótin. En annars þá hélt ég lengi að ég mætti ekki drekka utan heimilisinns, mætti svo pabba á færeyskum með hálfan Tópas í hendinni og stökk í fangið á honum, þar með fór öll leynd um drykkju milli mín og pabba!
En ég er 17 ára í dag, 89 módel.