Dúndrandi house músík og bjórkönnur á betri kjörum er formúlan á bak við hin vikulegu Pitcher kvöld á Vegamótum. Blandan virðist virka vel á þambandi diskóbolta borgarinnar sem oftar en ekki byrja helgarsnúninginn hér. Könnukvöldin fara bráðlega að ná eins árs aldri og eru ekkert á leiðinni að gefa eftir. Nýtt hljóðkerfi, sem nýlega var sett upp á staðnum, mun vafalaust gera kvöldin enn skemmtilegri í framtíðinni.
Nokkrir helstu house plötusnúðar þjóðarinnar skiptast á að snúa plötum á Pitcher kvöldunum, einn í senn. DJ Andrés, Ýmir, Pétur Pressa og Tommi White eru meðal þeirra sem koma reglulega í heimsókn á Pitcherinn og spinna grúvaðan house, funk og diskó bræðing. Kvöldin, sem fara fram á hverju fimmtudagskvöldi, hefjast venjulega klukkan 22:00 og það kostar ekki krónu inn. Kanna sem inniheldur 1.6 líter af bjór kostar 1.290 krónur.
-www.reykjavik.com- -djamm-
Meiri bjór, meiri meiri bjór.