Í mínum huga er djammið afslöppun eftir vikuna, það er að fara með góðum vinum og hlæja og láta eins og fífl, sleppa sér svolítið.
En síðan eru alltaf einhverjar manneskjur sem þurfa að vera með derring. Þegar þeir drekka þá verða þeir miklu meiri menn eða eitthvað og þurfa að sýna sig fyrir öðrum, öðlast virðingu líklegast.
En er þetta bara ein leið til þess að næla sér í stelpur?
Þegar ég fer á djammið þá get ég oftast sagt og gert það sem ég vill. Ég er hávaxinn. Vinur minn má ekki svo mikið sem líta í áttina að strákum og þá eru þeir farnir í hann. Hann er lágvaxinn.
Ég er með miklu meiri kjaft en hann en lít ekki út sem neinn fighter. Eru þessir gaurar þá ekki bara að leita sér að slagsmálum? Ef þeir eru virkilega viðkvæmir fyrir djóki þegar þeir eru fullir þá ætti ég að liggja oní skurð með marga hnífa í bakinu.
Af hverju þurfa gaurar að níðast á minni máttar (eða þeim sem virðast minni máttar)? Eru þeir það bældir að þeir kunna ekki að skemmta sér, svo að þeir þurfa að vera heaví matcho eða eru þeir fúlir yfir því að þeir geti ekki nælt sér í kvenfólk útá annað en að slást?
Ég hef ekki sjálfur lent í slagsmálum í nokkurn tíma en ég er alltaf að heyra það frá fólki að slagsmál í bænum eru að aukast. Er þetta svartsýni í fólki eða er einhver sannleikur bakvið þetta?
Ég verð að segja að þegar maður er hlæjandi og að skemmta sér í botn og lendir í slagsmálum þá er kvöldið hálfónýtt. Manni líður eins og maður sé aftur kominn í 8. bekk.
Auðvitað eru oft ástæður fyrir því að einhver vilji berja einhvern (framhjáhald og annað slíkt) en mín reynsla er sú að oftast byrja slagsmálin á því að einhver rekst utan í annan gaur eða eitthvað álíka fáránlegt. Bömmer að fólk getur ekki farið í bæinn án þess að einhver gaur þurfi að láta eins og heilalaus hálfviti og ráðast á annan gaur þegar það er hægt að leysa vandann á öðruvísi máta.
En kannski er einhver með öðruvísi álit á djamm slagsmálum.
Endilega léðréttið mig ef ég er að fara með eitthvað rangt mál.
*********************************