Þótt skemmtistaðurinn á horni Klappastígs og Laugavegs, sem nú heitir Club 22 , breyti oftar um nafn en dyraverði lætur 360° hópurinn það ekki á sig fá og stendur fyrir teknó tjútti á staðnum fimmtudagskvöldið 31. maí. Kvöldið kallast Techno Impact upp á enska vísu og er óhætt að mæla með því sem upphafspunkti á Hvítasunnuhelgarbrjálæðinu.
Plötusnúðarnir Exos og PH sjá um tónlistina á Techno Impact kvöldinu. Þeir spila deep house, tribal techno og industrial beats og hver veit nema þeir skelli eitthvað af eigin tónsmíðum á plötuspilarana . Kvöldið hefst klukkan 21:00 og stendur til 01:00. Aðgangseyrir er 300 krónur (en 500 krónur eftir 23:00) og aldurstakmarkið er 18 ár.
af www.reykjavik.com (þar sem alltaf er allt nýtt)