hafið þið lent í að gestgjafi partýs hafi látið ykkur vita daginn eftir að hann hafi haft falda myndavél í partýinu og hvernig tókuð þið því?
Ég hef lent í því og það hljómaði algerlega saklaust þegar gestgjafinn sagði mér frá því…enda bara alsaklaust partý en systur minni fannst þetta krípí þegar ég sagði henni frá þessu og hún sagði: Ég hefði brjálast!!!!!
Gestgjafinn sagði þetta í þeim tilgangi að við gætum hist og horft á partýið…semsagt, samkvæmt gestgjafa áttu þetta að vera góðar minningar teknar upp á videó. En það var ekki labbað um með videocameruna, því við áttum ekki að vita af henni. Hvað finnst ykkur? Brot á friðhelgi?