Jæja, þá var maður orðinn 17 ára. Jibbý!….Nei, það var nefninlega ekkert JIBBÝ! við það. Maður var kominn í framhaldsskóla, byrjaður að komast í kynni við almennilegt djamm og svona, en þá áttaði maður sig á því að maður var bara ekki velkominn neins staðar!!!
Ég reddaði náttúrulega bara málunum, fékk lánuð skilríki ónefnds fjölskyldumeðlims, og gat loks farið með fólkinu útá lífið. But NOOOOOO!! Þá hvíslaði lítill fugl því að það væru til litlir búálfar, sem kölluðu sig Eftirlitið, sem ynnu að því dag og nótt (ok. frekar nótt), að hrella litla skemmtanafíkla eins og mig!!
Mín spurning til ykkar er tvíþætt;
1: Finnst ykkur þetta sanngjarnt.
&
2. Er einhver hér sem hefur lent í þessum búálfum, eða veit til þess að einhver hafi lent í þeim?
Ég legg til að við sameinumst gegn þessu ofurefli, POWER TO THE PEOPLE..(not only to those over 18!)