Að versla sér bjór er nú bara eitthvað sem hver og einn ætti að ákveða fyrir sig hvort hann vilji það eða ekki þannig ég vill að þetta verði samþykkt. Oki fínt, ég verð 18 í október og þá mætti ég fara sjálfur og kaupa minn bjór, auðvitað er ég alveg sáttur við það enn það eru margar aðrar ástæður fyrir því afhverju ég vill að þetta læki.
Ég hef lesið þingskjaið um breytingu á áfengislögum (165) og það er margt jákvætt og neikvætt sem er borið þar fram og auðvitað er það allt sannir hlutir eins og undir
“Umsögn lögreglustjórans í Reykjavík og félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar” er talað um það að sumir unglingar setja sér þau markmið að drekka eins mikið og hægt er. Ég hef séð þannig fólk. Það kalla ég misnotkun á áfengi.
Ef fólk pælir bara í neikvæðu hliðinni enn ekki í jákvæðu hliðina þá mætti alveg sleppa því að gera allt. Allt sem maðurinn hefur gert hefur verið misnotað, það er staðreynd.
Með því að lækka aldurinn er m.a. verið að færa fólki sem ræður sínu eigin lífi aukin réttindi á að ráða sínu lífshætti.
Svo er eitt sem mér finnst að ætti að gera er að breyta áróðursherferðinni úr “ÁFENGI / BANNAÐ / 20 ÁRA” í “það er allt í lagi að drekka léttöl, enn í hófi” og “Finndu þitt takmark” o.s.frv. Prófa það hvort að viðhorf breytist eitthvað.
Ég mæli með því að hver og einn lesi þingskjalið <a href="
http://www.althingi.is/altext/130/s/0165.html">
http://www.althingi.is/altext/130/s/0165.html</a><br><br><b>:P</