Það er nú umræða fyrir nokkrum mánuðum hérna en þá var ég að kvarta yfir því að það væri enginn hommastaður. Þá var jú bent mér á að staðurinn “Rainbow” væri að opna, ég sagði að hann myndi örugglega ekki endast lengi og jú auðvitað var það rétt hjá mér enda lokað 3 vikum seinna.
Eini staðurinn er í raun Kaffi cozý en það er bara lítið kaffihús, ekkert dansgólf eða neitt.
Leiðinlegt að það gengur aldrei upp að hafa einn svona stað. Það er alveg markaður fyrir þetta sko enda gekk það alveg upp hjá gamla Spotlight áður en þeir skiptu um staðsetningu og byrjuðu að markaðsetja staðinn meira yfir til gagnkynhneigðra.
Leiðinlegt… þið sem að eru gagnkynhneigð. Ímyndið ykkur bara að allir skemmtistaðir í Reykjavík væru staðir fyrir samkynhneigða og þá vitið þið hvernig tilfinning þetta er.
Á maður virkilega að þurfa að fara til London eða Amsterdam til þess að geta komist á skemmtistað fyrir samkynhneigða ? :S<br><br>______________________________________________________________________________________________
<b>I think I´m still clean living… you know, I mean I don’t go home and have orgies or anything like that. I´m still the same person I have always been. (Britney Spears, CNN 2003)</