Oft er miðað við að úr venjulegri 750 ml flösku af léttu víni fáist 6 glös. Hvert glas jafngildir þá 125 ml af víni. Þessa viðmiðun má nota þegar vín er drukkið með mat. Við vínsmökkun þar sem smakkaðar eru margar tegundir má ná 15-20 glösum úr einni flösku.
Í sterku áfengi er gjarna talað um sjússa, t.d. einn einfaldan. Einfaldur sjúss er 3 cl. Tvöfaldur sjúss er 6 cl. Í einni 700 ml flösku af sterku áfengi eru því u.þ.b. 12 tvöfaldir sjússar.