Ef svo er, þá hefur þú heldur ekki rétt til að dæma þá (okkur) fyrir að dæma þig, svona ef þú hugsar málið.
Kæra vina. Þú verður að gera þér grein fyrir því að staður einsog hugi.is er vettvangur skoðanaskipta. Með því að koma hér fram með þína sögu hlýtur þú að vonast eftir viðbrögðum. Þú verður að átta þig á eðli miðilsins, og vera tilbúin að fá gagnrýni frá báðum hliðum, jákvæða sem og neikvæða.
Ég held að þessir “strákar” sem þú talar um séu t.d., og sennilega sér í lagi ég. Ég er svosum búinn að reyna að skýra mitt mál í svörum við greininni, en ég skal reyna einu sinni enn.
Ég ber mikla virðingu fyrir vandamálum þínum með dyravörðinn. Þar þykir mér mikið hafa verið brotið á þér og þú átt heimtingu á að hlutur þinn verði réttur. Ég biðst afsökunar á dónalegu orðalagi, en þið komuð mér fyrir sjónir sem hópur af litlum stelpukjánum sem ekki hafa þroska til að eignast börn og vilja ekki missa af því að gera það eina sem þær kunna, að djamma. Ef það var misskilningur, þá biðst ég líka afsökunar á því.
Ég hlýt samt að mega segja mína skoðun á málinu án þess að þið grípið sífellt til þess ráðs (ráðleysu) að segja að ég hafi ekki vit á málinu, eða hafi ekki rétt á að tjá mig um það á minn hátt í opnum miðli. Hvað vitið þið um hvað ég veit og ekki. Dísa, ef ég man rétt, sagði að ég vissi ekkert í minn haus og væri bara að láta gamminn geysa um eitthvað sem ég ekki þekkti. Hvernig getur hún gefið sér að hún viti eitthvað um mína þekkingu og reynslu. Er hún ekki með þessarri fullyrðingu einmitt að gera það sem hún er að saka mig um, “láta gamminn geysa um eitthvað sem hún ekki þekkir”.
Mér þykir einfaldlega, sem og sennilega flestum komnum eitthvað yfir tuttugu-ára aldurinn (með fyrirvara um þroska) mikill óþarfi fyrir barnshafandi konu að heimsækja jafn óstöðugan stað og skemmtistað þar sem ýmislegt getur skeð og aðrir gestir eru ekki í jafnvægi. Það eru engin rök að segja að ekki eigi að loka konuna inni einsog einhverjir hafa reynt að benda á. Slík öfgaviðbrögð eru ekki beint til eftirbreytni, og bera ekki vott um yfirvegaða ritun. Ég veit að fólk var að gagnrýna mín “grófu” tilmæli, en það er ekki besta leiðin til að kveða slík niður.
Þó að ég telji óæskilegt að þunguð kona sæki skemmtistaði er ekki þar með sagt að hún skuli lokuð niðri í kjallara. Ef fólk er allavega rétt undir meðallagi greint þá hlýtur það að geta fundið sér ýmislegt til dundurs, innan húss sem utan, sem ekki stofnar heilsu/lífi ófædds barns þeirra í þá hættu sem því er búin á skemmtistað.
Mér þykir foreldrar (mæður og feður) sem ekki gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ófæddu barni sem best skilyrði ekki hæf (eða kannski tilbúin, þroska síns vegna) til að verða foreldrar. Ef virðing mín fyrir lífinu og rétti ófædds barns til að heilsa þess og líf sé verndað fer fyrir brjóstið á þér Pocogirl og vinkonum þínum valkyrjunum HJARTA, Fairy, Dísu, og öðrum sem mér láist að nefna, þá er kannski bara eitthvað við eðli tilverunnar á þessari jörð sem ég hef ekki skilið rétt. Þið verðið þá víst bara að lifa áfram í þeirri óhugnalegu vissu að kannski sé einhver þarna úti sem hugsar ekki á sömu nótum, og finnst stórfengleiki tilverunnar ekki ná hápunkti sínum klukkan hálf fjögur, aðfaranótt sunnudags, á knæpum í miðbæjum Íslands.
Hvort þykir ykkur mikilvægara, skemmtanalíf foreldranna eða heilsa og líf barnsins? Ég held að svarið skeri fljótt úr um hvort viðkomandi hafi þroska í foreldrahlutverkið eða ekki.
Kær Kveðja,
Vargur<BR