jæja trance fíklar og aðrir danstónlistar aðdáendur , búið ykkur undir alveg stórkvöld í boði trance.is ,þar sem skífu þeytarnir Dj Tommi Trance , Dj Ghost og einnig Dj Tactik og dj Bjössi.
Dj Tommi Trance er lítt þekktur fyrir utan vinahópinn sem trance plötusnúður ,fyrir utan að hafa verið “resident” á Nelly's Café hérna yfir sumarið 2002. Tommi fékk einnig grunsamlega mörg atkvæði hér í kosningu sem var á hugi.is/raftonlist , þar sem kosið var um hvern myndiru kjósa sem plötusnúð ársins 2002 (frekar grunsamlegt).

Dj Ghozt ætti nú að vera flestum þekktur nema að þú hafir búið undir grjóti í nokkur ár, Ghozt var á Café gróf þegar það var og hét og einnig nokkrum sinnum á Club Diablo. Ghozt hefur uppá síðkastið spilað fyrir Trance.is með miklum sóma og verið með þéttari skífuþeyturum trance'ins á íslandi frá upphafi.

Dj Tactik er einni hálf óþekktur sem plötusnúður nema innan vissra veggja , Tactik er gangandi alfræðiorðabók um raftónlist og er að margra mati (þar á meðal þess sem þetta skrifar) með betri plötusnúðum íslendinga.

Dj Bjössa þarfnast engrar kynningar þar sem hann ætti að vera landi og þjóð þekktur sem einhver besti plötusnúður landsins sama hvaða tónlistarstefnu er verið að ræða um , techno , oldskool-hardcore , progressive og eða jafnvel trance.
Bjössi hefur spilað á flestum þessum kvöldum sem hafa verið í gangi hér á íslandi , hvort það er trance.is , 303 , breakbeat.is eða oldskool kvöld breakbeat.is eða annara aðila.

Fólk má búast við þéttum settum frá þessum snúðum okkar ,Tommi mun byrja á rólegri nótunum en svo verða þéttari eftir því sem kvöldið líður , Ghozt mun svo taka við og verða með enn taktfastari tóna þar til svo Tactik og Bjössi fara svo í algert brjálæði saman á spilurunum.
ég vona að ég sjái sem flesta á þessu fyrsta trance.is kvöldi á vídalín og vonum við að þau verði fleiri.
Sem fyrr þá munu einungis kosta litlar 500 kr inn á þennan fína viðburð á vídalín ,sem staðsett er í austurstræti 10 ,101 reykjavík ,og þar sem þetta er jú á föstudeginum 11 júlí þá mun vera 20 ára aldurstakmark.
Ef þið hafið nennt að lesa þetta allt saman ,þá getiði sent mér skilaboð um að reyna að komast í pott okkar trance.is um að fá að komast á gestalistann okkar. <br><br>#trance.is / www.trance.is
[GoD]DeadByDawn
Tommi Trance (af hverju Tommi Trance ???)