Ég skal segja ykkur sniðuga sögu frá akureyrarferðinni miklu…
Þetta er tekið úr dagbók lögreglu ( www.police.is ) :
Seinni part laugardags veitti lögreglan athygli manni á reiðhjóli sem hjólaði niður Þingvallastrætið og Kaupvangsstrætið, sem í daglegu tali er kallað Gilið, og beygði svo norður Skipagötuna í átt að miðbænum. Þótti hann hjóla heldur ógætilega og kastaði þó fyrst tólfunum er hann girti niður um sig buxurnar á miðri Skipagötunni og “múnaði” framan í vegfarendur. Stöðvaði lögreglan fljótt þessa ósvinnu og kom þá í ljós að hjólreiðamaðurinn hafði stolið reiðskjótanum við KA heimilið þá skömmu áður. Var honum gert að haga sér framvegis siðsamlega á almannafæri og hélt við svo búið ferð sinni áfram fullgirtur á tveimur jafnfljótum.
Þetta var hann Ástþór sólstrandagæji!