felix var mikill straumvaldur í house tónlist á mótunarárum stefnunar í Chicago seinni partinn á síðustu öld, og hefur verið framarlega í nýjum elektró áhrifum undanfarið. H-Foundation hafa víst verið svaka frumlegir og að brydda uppá nýjungum í svona úntsjí-úntsjí pumpandi hási, held að þeir hafi verið hvað áhrifamestir í kringum 98 - 99… Felix er miiiikill snillingur, einn af þeim stærstu hvað áhrifavalda varðar, H-Foundation eru líka svaka klárir en þeir hafa meira að smíða dót sem fer ekki í plötutöskuna mína…
House er náttúrulega tónlistarstefna sem hefur þróast ótrúlega mikið, og þetta chicago house sem Felix var í var rót flest allrar danstónlistar sem við þekkjum í dag (og já, líka trans), þannig að hann er mikill straumvaldur í danstónlist, örugglega einn mesti straumvaldurinn sem við hefum fengið til íslands.
þar sem að þú (ivar666) virðist vera rosa mikið í því að rífast og hafa skoðanir á málum sem tengjast danstónlist, finnst mér að þú þurfir að rölta niðrí mál og menningu á laugavegi (3. hæð, vinstra megin , við kaffihúsið, u.þ.b. miðjuhillan, neðarlega) og kaupa bók sem heitir Last Night A DJ Saved My Life, sem fjallar um sögu danstónlistar. þessi bók er bráðnauðsynleg ef þú villt skilja þessa tónlist og þessa menningu í víðara samhengi. ég er búinn að lifa og hrærast í þessarri tónlist í tíu ár, og samt held ég að ég viti helmingi meira um þetta allt eftir að ég las þessa bók!